?id=17055179309115

Ilmkjarnaolía lárviðarlauf (Bay)

Hefðbundið verð 1.690 kr
Einingaverð  per 

Hitandi - örvandi - orkugefandi

Ilmkjarnaolían hefur öflugan sterkan ilm rétt eins og lárviðarlaufing sem notuð eru við matreiðslu. Hún er sögð andlega styrkjandi, upplífgandi og jarðtengjandi. Góð til að minnka flösu og örva blóðflæði.

Olíunni má blanda í nuddolíur, gufutæki, sápur, hársápur, aðrar olíur eða krem til að fá frískandi ilminn. Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni. 

Til að fá frískandi ilm af þvottinum, til dæmis með þvottaskeljunum frá Living naturally sem við hjá Mena notum allar fyrir okkar þvott og bjóðum upp á hér á síðunni, þá er gott að setja nokkra dropa af olíunni í þvottavélina ásamt þvottaskeljunum.

Fyrir heimilisþrifin þá er til dæmis gott að setja nokkra dropa af olíunni í vatn og edik til að þurrka af eða skúra. Það má líka nota olíuna beint á klísturbletti (ekki samt á pússaðan eða unnin við og prófið alltaf fyrst á litlu svæði sem sést ekki).

Innihald 10 ml.


Olían kemur í lítilli glerflösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.

HandgertVeganLifræntVistvaentNiðurbrjótanlegtÁn dýratilrauna