Ilmkjarnaolía Rósmarín

Ilmkjarnaolía Rósmarín

Hefðbundið verð 1.790 kr
Einingaverð  per 

Örvandi - upplífgandi - endurnærandi

Rósmarín ilmkjarnaolían er góð alhliða olía. Hún er upplífgandi, róar meltingarkerfið, hormónajafnandi, eykur blóðþrýsting, svitadrífandi og örvandi og styrkjandi fyrir líkamann. Hún örvar æðarkerfið og er því mjög góð til að örva blóðflæðið. Hún eykur einbeitingu og er góð við þunglyndi. Hún er mikið notuð við hárlosi, flösu, exemi og bólóttri húð.

Hana má nota í nuddolíu, í gufu, í baðið, í heimilisþrifin og í þvottinn svo fátt eitt sé nefnt.
Olíunni má blanda í sápur, hársápur, aðrar olíur eða krem til að fá frískandi ilminn. Mjög mikið notuð í náttúrulegar hársápur.

Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni. 

Varúð: ekki fyrir barnshafandi konur eða konur með börn á brjósti.

Innihald 10 ml.


Olían kemur í lítilli glerflösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.

HandgertVeganLifræntVistvaentNiðurbrjótanlegtÁn dýratilrauna