Silkisloppurinn Lilja

Hefðbundið verð 65.900 kr
Einingaverð  per 

Lilju sloppurinn er úr 100% Crepe de Chine silki sem er einstaklega þægilegt viðkomu og fellur vel að líkamanum. Hann er efnismikill, draperast kringum líkamann og tekin saman með silkiborða sem þræðist gegnum fjögur göt við mittið.

Sloppurinn er framleiddur á Íslandi og frágenginn að innan með földum, frönskum saumum. Munstrið er handmálað á Íslandi og prentað á efnið með stafrænum hætti í Bretlandi. Sloppinn er hægt að nota heiman við jafnt sem spariklæðnað.

  • Ein stærð sem hentar ólíkum líkamsbyggingum
  • 100% silki
  • Framleiddur á Íslandi
  • Hreinsun

Lengd 102 cm
Ermi 51 cm
Öxl 47 cm

*Athugið að sloppurinn kemur með samlitum silkiborða en ekki bómullarbandi eins og sést á myndinni.