

Mýkjandi og nærandi vegan varasalvi eingöngu með náttúrulegum innihaldsefnum. Af salvanum er mildur basil- og sítrónuilmur.
15 grömm í endurvinnanlegri áldós sem passar vel í töskuna.
Helstu innihaldsefni:
Calendilla vax er unnið úr laufum candelilla runnans sem vex í Mexikó og Suð-vestur Bandaríkjunum. Það er notað mikið notað í vegan snyrtivörur í staðinn fyrir býflugnavax.
Kakósmjör er talið hafa mýkjandi áhrif á húð og varir og er mikið notað bæði í matvöru og húðvörur.
Mangósmjör er unnið úr fræjum mangóávaxtarins. Smjörið er lyktarlítið, inniheldur ýmis vítamín og fitusýrur og hefur á síðustu árum orðið æ vinsælla í náttúrulegar snyrtivörur.
Innihaldsefni:
Calendilla vax
Mangósmjör
Kakósmjör
Lárperuolía
Apríkósuolía
Basilolía
Sítrónuolía